Enzo Maresca hvetur stjórn Chelsea í að sækja reynslumeiri leikmenn í sumar til að hjálpa félaginu að berjast um toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.
Maresca hefur gert ágætis hluti með ungt lið Chelsea í vetur en hann var beðinn um að bera sína menn saman við Liverpool fyrir leik liðanna á sunnudag – Liverpool hefur tryggt sér titilinn þetta árið.
Maresca segir að munurinn sé reynsla leikmanna en Chelsea er með yngsta leikmannahópinn í úrvalsdeildinni og hefur verið í töluverðu basli undanfarnar vikur.
,,Munurinn á okkur og Liverpool er stöðugleiki. Á köflum höfum við verið mjög góðir en svo byrjuðum við að tapa nokkrum leikjum. Það er líklega munurinn,“ sagði Maresca.
,,Þetta tengist einnig reynslumeiri leikmönnum sem vita hvernig á að vinna leiki. Liverpool er á allt öðrum stað en við þegar kemur að reynslumiklum leikmönnum.“
,,Það er fyrir víst að ef þú vilt komast nær toppliðunum þá þarftu að horfa í það að fá inn leikmenn sem eru með reynslu á stærsta sviðinu.“