Micah Richards ætlar að yfirgefa fótboltann fyrir fullt og allt eftir tæplega tíu ár en hann hefur sjálfur greint frá.
Richards var flottur leikmaður á sínum tíma en starfar í dag sem sparkspekingur fyrir CBS í Bandaríkjunum og er mjög vinsæll í sínu starfi.
Englendingurinn er 36 ára gamall í dag en á 45 ára aldri ætlar hann að einbeita sér algjörlega að fjölskyldunni og segja skilið við leikinn og vinnuna.
,,Ég mun hætta eftir tíu ár því sektarkenndin yrði of mikil – ef ég er ekki til staðar fyrir fólkið sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag,“ sagði Richards.
,,Ég er að velja vinnuna frekar en fjölskylduna og sérstaklega sem maður, það gæti verið öðruvísi sem kona, allir halda að lífið sé dans á rósum en það er bara staðan þegar ég er í vinnunni því CBS gefur mér það tækifæri og þá orku.“
,,Ég er með tvær hliðar. Ég er alltaf ánægður og jákvæður og reyni að gera mitt besta. Ég er með markmið, ég vil vinna hérna þar til ég verð 45 ára gamall og svo yfirgef ég leikinn.“