Kevin de Bruyne segir að margir liðsfélagar sínir séu sorgmæddir yfir því að hann sé að kveðja félagið í sumar.
De Bruyne reyndist hetja Manchester City í gær er liðið vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni og skoraði eina markið.
Eftir tíu ár í Manchester hefur þessi öflugi leikmaður ákveðið að kveðja – eitthvað sem kom þónokkrum á óvart.
Belginn mun klára tímabilið með City en mun róa á önnur mið í sumar en hvert er haldið er óljóst að svo stöddu.
,,Ég veit að ég á aðeins einn heimaleik eftir en ég þarf að sinna mínu starfi og það er það sem ég gerði í dag,“ sagði De Bruyne.
,,Margir liðsfélagar mínir eru leiðir yfir því að ég þurfi að fara en stundum er það þannig í lífinu.“