Ný færsla frá hinni umdeildu Wanda Nara er að vekja athygli en hún er nafn sem margir í knattspyrnuheiminum kannast við.
Wanda er fyrrum eiginkona sóknarmannsins Mauro Icardi en hann hefur fundið nýja ást og spilar í Tyrklandi í dag.
Wanda er sögð sakna Icardi verulega og er dugleg að birta djarfar myndir af sér á Instagram til að ná athygli hans að sögn argentínskra miðla.
,,Hugrökk prinsessa,“ skrifar Wanda á Instagram í nýrri færslu og birti mynd af sér en hún segist vera að vinna verkefni með listamönnum frá Brasilíu.
Það er óhætt að segja að Wanda hafi fengið skítkast eftir þessa færslu en hún á sína aðdáendur og Icardi á sína aðdáendur í þessu ‘sambandi.’
,,Þú ert engin helvítis prinsessa. Þú ert hóra, og þú kemur fram eins og hóra,“ skrifar einn við myndina og fóru sú ummæli illa í marga.
Aðrir hafa komið Wanda til varnar: ,,Þú ert prinsessa, ástin er erfið, þú munt finna hamingjuna á ný.“
Ein af myndunum sem Wanda birti má sjá hér.