Viktor Unnar Illugason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki farið nægilega vel af stað með Víkingi eftir frábært tímabil með Val í fyrra. Hann mætti sínu fyrrum liði í byrjun vikunnar og var sá leikur til umræðu í þættinum.
„Mér finnst hann mikið vera að pæla í leikurinn komi til sín hjá Víkingi. Hann á að vera meira í því að sækja boltann og láta hlutina gera. Það er hægt að lasta Víkinga því Gylfi á að vera í stöðum nálægt teignum, eins og Valsarar gerðu oft vel,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
„Mér finnst ekki sami kraftur í honum og í fyrra, eins og þegar Víkingur þurfti að sækja leikinn gegn Aftureldingu, eins og við sáum hann gera með Val gegn Breiðabliki í fyrra.“
Viktor var í þjálfarateymi Vals í fyrra þegar Gylfi var í liðinu. Var hann spurður að því í þættinum hvort skipti kappans í Víking í vetur hafi komið á óvart. Svarið var einfalt. „Nei, alls ekki.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Nánar í spilaranum.