Arsenal ætti að skipta um fyrirliða sem fyrst að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Mark Lawrewnson.
Lawrenson starfar í dag sem sparkspekingur en hann hefur ekki verið hrifinn af frammistöðu Martin Ödegaard á tímabilinu.
Það er sanngjarnt að segja að Ödegaard hafi ekki spilað sinn besta leik undanfarna mánuði eftir að hafa átt frábæran vetur í fyrra.
Lawrenson telur að fyrirliðabandið sé mögulega að hafa áhrif á spilamennsku Norðmannsins og að ábyrgðin sé kannski of mikil.
,,Þeir ættu að fjarlægja fyrirliðabandið af Ödegaard svo hann geti byrjað að einbeita sér að fótboltanum,“ sagði Lawrenson.
,,Við vitum öll að hann er góður leikmaður en hann hefur verið sirka sexa af tíu á þessu tímabili.“