Antony, leikmaður Manchester United, gæti tekið enn stærra skref í sumar en að semja endanlega við Real Betis.
Frá þessu greinir El Chiringuito en miðillinn segir frá því að Atletico Madrid hafi áhuga á Brasílíumanninum.
Antony náði alls ekki að standast væntingar hjá United eftir komu frá Ajax og skrifaði undir lánssamning við Betis í janúar.
Þar hefur vængmaðurinn staðið sig frábærlega en Betis hefur líklega ekki efni á að kaupa leikmanninn frá United í sumar.
Atletico er hins vegar með budduna í að kaupa Antony sem gæti kostað allt að 50 milljónir evra.