ÍR vann sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld er liðið spilaði við nýliða Völsungs.
Um var að ræða lokaleik fyrstu umferðar en fimm leikir fóru fram í gær á föstudagskvöldi.
Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það var sjálfsmark markvarðar Völsungs í fyrri hálfleiknum.
Leikurinn var heilt yfir nokkuð jafn en ÍR fagnar mikilvægum þremur stigum á heimavelli.