Aston Villa vann mjög mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Fulham á heimavelli.
Villa er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildarsæti og er nú með 60 stig líkt og Chelsea og Nottingham Forest.
Fulham er í áttunda sæti, sex stigum á eftir Villa, og eru afskaplega litlar líkur á að liðið blandi sér í baráttuna um Evrópusæti á þessum tímapunkti.
Villa er enn í sjöunda sætinu en liðið er með töluvert verri markatölu en liðin fyrir ofan.
Youri Tielemans gerði eina markið snemma í fyrri hálfleiknum.