Það fóru fram fimm leikir í Bestu deild kvenna í dag og eru tvö lið á toppnum með tíu stig.
Breiðablik vann öruggan 4-0 heimasigur á Víkingi Reykjavík og er taplaust ásamt Þrótt Reykjavík eftir fjórar umferðir.
Þróttur vann lið Tindastóls 1-0 síðar um daginn og er einnig taplaust með tíu stig líkt og Blikarnir.
Valur tapaði sínum fyrsta leik en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann flottan 1-0 heimasigur.
Fram vann þá lið FHL 2-0 og FH vann lið Þór/KA örugglega 0-3 á útivelli.