Arsenal er að skoða það að fá Julian Alvarez til sín í sumar. Spænska blaðið Marca segir frá þessu.
Framherjinn gekk í raðir Atletico í fyrra frá Manchester City og yrði óvænt að hann færði sig um set strax aftur. Eftir frábært tímabil hans er áhuginn hins vegar mikill og er talið að Barcelona, Bayern Munchen og Liverpool hafi einnig augastað á honum..
Arsenal bráðvantar hins vegar framherja og yrði Alvarez frábær viðbót. Það verður þó ekki auðvelt að fá hann, en Argentínumaðurinn kostaði Atletico 80 milljónir punda í fyrra.
Arsenal er einnig með aðra kosti á borðinu, til að mynda Viktor Gyokeres hjá Sporting og Benjamin Sesko hjá RB Leipzig.
Skytturnar hafa hafnað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð og vilja gera enn betur á næstu leiktíð. Til þess er mikilvægt að fá inn alvöru markaskorara.