David De Gea gæti fært sig um set í sumar eftir flott tímabil með Fiorentina á Ítalíu. Fabrizio Romano segir frá.
Markvörðurinn sneri aftur á völlinn í fyrra eftir árspásu í kjölfar brottfarar hans frá Manchester United. Skrifaði hann undir eins árs samning við Fiorentina og stóð sig vel.
Félagið vill halda honum áfram og er þriggja ára samningur á borðinu, sem verið er að ræða. Þá er franska stórliðið Monaco á eftir honum.
Monaco hefur það fram yfir Fiorentina að liðið verður í Evrópukeppni á næstu leiktíð og spurning hvort það hafi áhrif á val De Gea.