Giovanni Manna yfirmaður knattspyrnumála hjá Napoli ætlar að reyna að fá fund með Manchester United, vill hann kaupa Alejandro Garnacho.
Garnacho er tvítugur kantmaður sem United hefur látið vita að geti farið í sumar.
Garnacho átti fund með Ruben Amorim á föstudag þar sem hann fékk þau skilaboð að hann væri til sölu.
Amorim og Garnacho eiga ekki skap saman og hegðun Garnacho eftir úrslitaleik Evrópdudeildarinnar varð til þess að ákveðið var að selja hann.
Napoli bauð 40 milljónir punda í Garnacho í janúar en því tilboði var hafnað, talið er að United vilji fá um 60 milljónir punda.