fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
433Sport

Jurgen Klopp tjáir sig um árásina í Liverpool í gær – „You’ll never walk alone“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. maí 2025 11:00

Klopp var hrifinn af vetrarfríinu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjölskylda mín og ég erum í áfalli og niðurbrotin,“ segir Jurgen Klopp fyrrum stjóri Liverpool eftir árásina sem framin var í Bítlaborginni í gær.

Alls 47 aðilar létu gera að sárum sínum eftir að árásarmaður ók á hóp fólks sem mætt var að fagna góðu gengi Liverpool í gær.

27 af þessum aðilum voru fluttir á sjúkrahús og fjórir af þeim eru enn alvarlega slasaðir. Fjögur börn urðu fyrir árás mannsins.

„Hugsanir okkar og bænir eru hjá þeim sem urðu fyrir meiðslum og eru í andlegu áfalli eftir þetta.“

„You’ll never walk alone.“

Breskir fjölmiðlar greina frá því að 53 ára hvítur, breskur karlmaður, sem er frá Liverpool-svæðinu, hafi verið handtekinn vegna gruns um aðild að málinu. Ekki liggur fyrir hvort hann ók bílnum. Lögregla hefur staðfest aldur og uppruna hins handtekna.

Árásin átti sér stað þegar skrúðganga Liverpool var að taka enda, fögnuðu stuðningsmenn með leikmönnum liðsins eftir að hafa orðið enskur meistari.

Maðurinn ók af stað í gegnum hópinn en samkvæmt Daily Mail er grunur um að hann hafi verið ölvaður þegar verknaðurinn átti sér stað. Sást maðurinn yfirgefa nærliggjandi knæpu skömmu áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Framtíð Alberts í lausu lofti – Fundur í vikunni

Framtíð Alberts í lausu lofti – Fundur í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður þetta byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð ef Arne Slot fær sitt í gegn?

Verður þetta byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð ef Arne Slot fær sitt í gegn?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona hefði enska deildin endað án VAR – Arsenal hefði verið mjög nálægt Liverpool

Svona hefði enska deildin endað án VAR – Arsenal hefði verið mjög nálægt Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United byrjað að ræða við Mbeumo – Líklegra að Delap fari til Chelsea

United byrjað að ræða við Mbeumo – Líklegra að Delap fari til Chelsea