Marcela Soares, fyrrum leikmaður í innanhúsfótbolta í Brasilíu, fór að þéna hressilega eftir að hún var rekin úr liði sínu í íþróttinni.
Hin 21 árs gamla Soares þótti ansi öflug en var rekin í kjölfar þess að upp komst að hún seldi efni á OnlyFans með boltanum.
Að hennar sögn kom þetta sér vel því síðan hefur hún öðlast fjárhagslegt frelsi. Hún fékk aðeins um 12 þúsund íslenskar krónur á mánuði í gegnum íþróttina en þénar nú um 1,2 milljónir eftir að hún setti alla einbeitingu á OnlyFans, þar sem hún selur kynferðislegt efni.
Soares fanns hún svikin eftir brottreksturinn frá félagsliði sínu en er sátt með staðinn sem hún er á í dag.
„Það var leiðinlegt að þurfa að yfirgefa íþróttir því ég gaf mér allar í þær. En ég er sannfærð um þessa ákvörðun. Ef ég hefði fengið almennilega borgað hefði ég aldrei hætt,“ segir Soares.
Soares er einnig vinsæl á samfélagsmiðlum og með um 250 þúsund fylgjendur á Instagram.