Bruno Fernadnes fyrirliði Manchester United hefur 72 klukkustundir til að ákveða sig hvort hann ætli að taka tilboði Al Hilali.
Sádarnir vilja ólmir kaupa Bruno frá Untied og halda þær sögur áfram.
Daily Mail segir að tilboð sé komið á borðið hjá Bruno og að hann hafi 72 klukkustundir til að taka ákvörðun.
Segir að Bruno muni fá 65 milljónir punda í sinn vasa á tímabili og að Al Hilal væri tilbúið að borga tæpar 100 milljónir punda fyrir hann.
Bruno var hluti af liði United sem olli miklum vonbrigðum á liðnu tímabili, hann yrði einn launahæsti leikmaður fótboltans hjá Al Hilal.
Al Hilal er á leið á HM félagsliða og vill félagið festa kaup á einni stjörnu áður en mótið fer af stað.