fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Baldvin harmar hegðun sína en hjólar í dómarateymið – „Þeir hreinlega klóra yfir sínar ömurlegu ákvarðanir með lygum“

433
Þriðjudaginn 27. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, var í dag úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir hegðun sína í síðasta leik gegn Magna.

Baldvin fékk tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt. Lét hann í kjölfarið ljót ummæli falla, bæði yfir leiknum og eftir hann. Árbær fékk þá 85 þúsund króna sekt vegna brottrekstr­ar hans og fjölda refsistiga sem liðið vann sér inn í leikn­um.

Nú hefur Baldvin gefið út yfirlýsingu, sem birtist á Fótbolta.net. Þar harmar hann hegðun sína en gagnrýnir jafnframt dómarateymið fyrir aðdragandann að seinna spjaldinu og segir þá fara með ósannindi.

Þess má geta að leikurinn var liður í 3. deild karla og lauk honum með 2-3 sigri Magna.

Yfirlýsing Baldvins
Vegna dómsúrskurðar aganefndar KSÍ og fréttaflutninga um málið í kjölfarið langar mig að koma á framfæri eftirfarandi:

Í leik Árbæjar og Magna fæ ég mjög ósanngjarna brottvísun frá AD1 sem á sér þann aðdraganda að ég er að eiga samtal við leikmann minn við hliðarlínuna meðan leikurinn er stopp vegna aðhlynningar leikmanns Magna.

Í miðju samtali mínu við leikmanninn kemur AD1 askvaðandi inn í svokallað “comfort zone” mitt og míns leikmanns og biður mig um að hafa afskipti af varamannabekk mínum, ég bendi AD1 á að ég sé að ræða við leikmanninn minn og spyr hvort ég fái 10 sekúndur til að klára það, AD1 hafnar þeirri beiðni og þá sný ég mér að varamannabekknum mínum og öskra á þá “þegiði strákar” til þess að fara að fyrirmælum AD1, sem strax í kjölfarið biður dómara leiksins um að koma að hliðarlínunni að gefa mér mitt seinna gula spjald, við þær fréttir missti ég alla stjórn á sjálfum mér og læt útúr mér mörg mjög ljót ummæli í ljósi þess að mér fannst mjög illa á mér brotið í algjörlega sjálfsköpuðum aðstæðum af hálfu AD1, í kjölfarið kemur svo hrein og bein lygi af hálfu dómarateymisins í skýrslu til KSÍ að ég hafi átt að fá seinna gula spjaldið fyrir það að hafa á mjög ákveðinn hátt stigið inn í “comfort zone” aðstoðardómarans og öskrað í andlitið á honum skammir, sem á sér engan stoð í raunveruleikanum svo þeir hreinlega klóra yfir sínar ömurlegu ákvarðanir með lygum.

Hinsvegar gengst ég algjörlega við minni hegðun í kjölfarið sem er gjörsamlega óásættanleg, þrátt fyrir það að mér þyki illa á mér brotið af hálfu AD1, og ég verðskuldað fæ beint rautt spjald frá dómaranum frekar en seinna gula þar sem ég missti mig og lét frá mér þessi ljótu og leiðinlegu ummæli áður en dómarinn var mættur til þess að gefa mér ósanngjörnu brottvísunina sem ég var að fá að beiðni AD1.

Ég bið alla þá sem þykja ummæli mín særandi, móðgandi og niðrandi innilegrar afsökunar, ég á klárlega skilið þessa þyngingu á óréttláta leikbannið sem mér var gefið og sektina sem fylgir, ég ætla mér að nýta þetta atvik til betrunar og vona að aðrir aðilar málsins geri það líka, þar sem það hefði mjög margt mátt fara betur í kringum þetta leiðinlega atvik.

Virðingarfyllst,
Baldvin Borgarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu