Það voru mikil vonbrigði fyrir Aston Villa að missa af Meistaradeildarsæti á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liðið tapaði gegn Manchester United á útivelli, það var fjárhagslega erfiður biti að kyngja.
Talksport segir að Aston Villa gæti neyðst til að selja einn sinn besta mann og er Jacob Ramsey nefndur til sögunnar.
Ramsey var öflugur á kantinum hjá Villa í vetur og er sagt að hann sé til sölu fyrir 50 milljónir punda.
Hann hefur alist upp hjá Villa og því væri á sala honum sem hreinn hagnaður í FFP regluverkinu.
Þar segir að Tottenham, Arsenal og Newcastle hafi öll áhuga á að krækja í þennan öfluga leikmann.
Talksport segir að Chelsea hafi mikinn áhuga á Morgan Rodgers en að Villa vilji ekki selja sinn besta leikmann.