Manchester United er enn með einn besta markvörð heims í dag en maðurinn sem rætt er um er hinn umdeildi Andre Onana.
Christian Onana, bróðir Andre, hefur komið markverðinum til varnar sem hefur verið töluvert gagnrýndur á þessu tímabili fyrir sína frammistöðu.
Onana hefði mögulega átt að gera betur í vikunni er United mætti Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og varið þar sigurmark Brennan Johnsnon.
Þrátt fyrir mikla gagnrýni segir Christian að Andre sé enn á meðal allra bestu markvarða heims um þessar mundir.
,,Þessi leikur breytir því ekki að hann er frábær leikmaður,“ sagði Christian í samtali við Le Bled Parle.
,,Hann er einn besti markvörður heims og það sem meira er þá er hann ósigranlegt ljón. Ljón getur misstigið sig en gefst aldrei upp.“