Sir Jim Ratcliffe sem nú stýrir Manchester United vill selja franska félagið Nice sem hann á einnig.
Samkvæmt fréttum eru aðilar í Sádí Arabíu sem hafa áhuga á að kaupa franska félagið.
Ratcliffe keypti Nice árið 2019 á 89 milljónir punda.
Félagið er að berjast um sæti í Meistaradeildinni í Frakklandi en hann vill losa sig við það.
Ratcliffe keypti 28 prósenta hlut í Manchester United fyrir tæpum tveimur árum og vill einbeita sér að rekstrinum þar.