Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar ÍBV keypti Vicente Valor frá KR, bæði lið leika í Bestu deild karla. Það sem er áhugavert er að Valor ákvað síðasta haust að fara frá ÍBV og ganga í raðir KR.
Samningur Valor við ÍBV var á á enda en hann var frábær í Lengjudeildinni í fyrra þegar ÍBV vann deildina.
Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA og stuðningsmaður KR segir að KR hafi heldur betur grætt á þessum viðskiptum.
„Margir segja að hann hafi verið besti miðjumaðurinn í 1. deildinni í fyrra, hann rennur út af samningi og KR fær hann frítt,“ sagði Mikael.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR og æskuvinur Mikaels vildi ekki losna við Valor en tilboðið var of gott. „Óskar vildi ekkert losa hann, Eyjamenn hringja fyrir nokkrum dögum og leggja 10 milljónir á borðið.“
„KR fær tíu milljónir fyrir hann á borðið, hann var að koma frítt. Leikmaðurinn, ÍBV og KR sáttir. Af hverju átti KR að láta hann fara fyrir 2-3 milljónir? Vonar sýnir hann í ÍBV búningnum að hann sé góður.“