Ofurparið Alisha Lehmann og Douglas Luiz hafa slitið sambandinu sínu sem hófst árið 2021, þau spila bæði með Juventus á Ítalíu.
Parið byrjaði saman þegar þau voru bæði að spila með Aston Villa, Lehmann er frá Sviss en Luiz frá Brasilíu.
Luiz var keyptur til Juventus síðasta sumar og fylgdi Lehmann með og fór í kvennalið Stjörnunnar.
Hún er af enskum blöðum gjarnan kölluð fegursta knattspyrnukona í heimi og hefur notið mikilla vinsælda innan sem utan vallar.
Parið heldur nú i sitthvora áttina en Juventus vill selja Luiz í sumar en Lehmann hefur átt góða spretti með kvennaliðinu.