Mark Lawrenson fyrrum leikmaður Liverpool og var lengi vel sérfræðingur hjá BBC í þættinum Match of the Day telur að Arsenal þurfi að gera breytingar.
Mark Lawrenson vill að Mikel Arteta taki fyrirliðabandið af Martin Odegaard svo hann geti einbeitt sér að fótboltanum.
Lawrenson telur að fyrirliðabandið sé að trufla norska miðjumanninn sem hefur oft spilað betur en í vetur.
„Fyrirliðabandið er eitthvað sem á að taka af Odegaard, þá getur hann einbeitt sér að sínum leik betur,“ segir Lawrenson.
„Við vitum öll að hann er góður leikmaður, en hann fær sex af tíu mögulegum í einkunn fyrir þetta tímabil.“