Manchester City ætlar sér að fá allt að fimm leikmenn í sumar þegar búist er við miklum breytingum.
The Athletic og fleiri fjalla um málið en þar segir að félagið ætli sér að lækka launakostnað sinn í sumar.
Kevin de Bruyne er á förum og þá er búist við því að Ederson og Bernardo Silva fari frá félaginu í sumar.
Sagt er að Pep Guardiola vilji fá Morgan Gibbs-White miðjumann Nottingham Forest en hann mun kosta sitt.
Florian Wirtz hjá Bayer Leverkusen er einnig nefndur til leiks auk fleiri leikmanna.
Árangur City á þessu tímabili eru vonbrigði og því ætlar félagið að ráðast í breytingar til að reyna að koma sér aftur á toppinn.