Oliver Glasner stjóri Crystal Palace hefur gefið grænt ljós á það að selja tvo bestu leikmenn liðsins í sumar.
Sagt er að Palace muni skoða að selja Marc Guehi og Eberechi Eze í sumar.
Ensku landsliðsmennirnir vilja báðir fara og Guehi á bara ár eftir af samningi sínum, Chelsea, Tottenham og Newcastle vilja fá hann.
Guehi vill fara og Eze vill einnig fara í stærri klúbb. Báðir eru með nokkuð fast sæti í enska landsliðshópnum.
Glasner myndi fá 100 milljónir punda til að styrkja liðið með þessum sölum og hefur hann samkvæmt enskum miðlumm gefið grænt ljós á það.