Joe Allen fyrrum leikmaður Liverpool mun á morgun leika sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum. Hann er 35 ára gamall.
Allen leikur í dag í heimalandinu með Swansea og mun leika sinn síðasta leik.
„Þetta er virkilega erfitt, þetta er ekki auðvelt ákvörðun en ég hef mikið hugsað út í þetta,“ sagði Allen.
Allen lék með Southampton, Stoke, Liverpool og fleiri liðum á ferlinum.
„Þetta er réttur tímapunktur, ég hef tekið ákvörðun og tók hana 100 prósent fyrir mánuði síðan.“
„Ég hef notið þess að spila síðustu vikurnar, ég er spenntur fyrir mínum síðasta leik gegn Oxford á morgun.“