Markvörður Chelsea er mjög óvænt orðaður við Bayer Leverkusen í dag en um er að ræða Serbann Djordje Petrovic.
Kicker greinir frá en Petrovic hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá Chelsea eftir komu frá Bandaríkjunum – hann hefur undanfarið leikið á láni hjá Strasbourg og staðið sig vel.
Chelsea er opið fyrir því að selja leikmanninn miðað við þessar fregnir en hann verður líklega ekki númer eitt á næsta tímabili.
Leverkusen mun losa Matej Kovar í sumar og þá eru góðar líkur á því að Lukas Hradecky missi sæti sitt sem aðalmarvkörður.
Petrovic er 25 ára gamall en hann hefur spilað 23 deildarleiki fyrir Chelsea en hefur verið aðalmarkvörður Strasbourg á þessu tímabili.
Robert Sanchez er aðalmarkvörður Chelsea í dag og þá situr Filip Jorgensen á bekknum en hann hefur alls ekki staðist væntingar eftir komu í sumar.