Frá þessu greina ítalskir miðlar í dag, en Ndicka er lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Roma og hefur hann spilað hverja einustu mínútu á leiktíðinni.
Það er ekki ljóst hvað Roma vill nákvæmlega fyrir leikmanninn en talið er að hann verði fáanlegur á nokkuð viðráðanlegu verði, öðru hvoru megin við 30 milljónir punda.
Þess má þó geta að Newcastle hefur einnig fylgst náið með hinum 25 ára gamla Ndicka og gæti því orðið samkeppni um hann.