fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. maí 2025 10:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti landsliðshópur Arnars Gunnlaugssonar var til umræðu í nýjasta þætti Dr. Football.

Arnar kynnti hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Norður-Írlandi og Skotlandi í næsta mánuði. Þjóðin vill án efa sjá betri frammistöðu frá Strákunum okkar en í slæmu tapi gegn Kósóvó í mars, þar sem liðið féll úr B-deild Þjóðadeildarinnar.

Einn leikmaður sem fékk mikla gagnrýni eftir þá leiki var Aron Einar Gunnarsson, en hann er í hópnum fyrir komandi leiki einnig.

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það. Við erum með Hjört Hermannsson og ég get líka talað um Hlyn Frey Karlsson. Þetta er ungur hafsent sem er að spila á Norðurlöndunum,“ sagði Jóhann Már Helgason í Dr. Football.

Hlynur er fastamaður í lði Brommapojkarna í úrvalsdeildinni í Svíþjóð og Hjörtur hjá Volos í Grikklandi. Aron skrifaði hins vegar nýverið undir nýjan samning við Al-Gharafa í Katar og hefur hann spilað tvo leiki í bikarnum í þessum mánuði.

„Auðvitað hefur Aron aðeins verið að spila upp á síðkastið og kemur því vonandi betur stemmdur í þetta heldur en síðast. En maður setur spurningamerki við þetta,“ sagði Jóhann Már enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sendur til Frakklands og var valinn besti leikmaður tímabilsins

Sendur til Frakklands og var valinn besti leikmaður tímabilsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfestir viðræður við önnur félög en segist sáttur í eigin starfi

Staðfestir viðræður við önnur félög en segist sáttur í eigin starfi
433Sport
Í gær

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Í gær

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Í gær

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Í gær

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar