Bayern Munchen er víst að undirbúa stórt tilboð í leikmann sem fáir ef einhverjir kannast við.
Um er að ræða landsliðsmann Síle sem ber nafnið Felipe Loyola en hann er ekkert undrabarn og er að verða 25 ára gamall.
Loyola getur spilað á miðjunni og í vörninni en hann er á mála hjá Independiente í Argentínu.
Blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo greinir frá þessum fréttum og fullyrðir að Bayern sé nálægt því að klára kaupin.
Hann mun kosta allt að 25 milljónir evra en Loyola kom aðeins til Independiente frá heimalandinu fyrir átta mánuðum.