Teddy Sheringham, goðsögn Manchester United, hefur beðið markvörðinn Andre Onana vinsamlegast um að halda sér saman og hætta að svara gagnrýni opinberlega.
Onana hefur verið í því að svara gagnrýnendum sínum í vetur og þar ber helst að nefna fyrrum leikmann United, Nemanja Matic.
Onana hefur ekki staðist væntingar á þessu tímabili og er orðaður við brottför frá félaginu í sumar.
,,Varðandi Andre Onana, ég er hrifinn af ástríðu en þetta snýst ekki um hvað þú hefur gert í fortíðinni og ekki hvað þú segist ætla að gera heldur frammistöðu á vellinum,“ sagði Sheringham.
,,Þú þarft stundum að halda kjafti og halda einbeitingunni. Ég hins vegar skil vel pressuna sem þessir leikmenn eru undir.“