Nico Williams hefur gefið sterklega í skyn að hann sé alls ekkert að íhuga að yfirgefa spænska stórliðið Athletic Bilbao.
Williams er orðaður við lið eins og Barcelona og Arsenal en hann er vængmaður og mun spila gegn Manchester United í kvöld.
Leikið er í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Spáni.
,,Draumurinn er að lyfta bikarnum á San Mames. Ég get komist í sögubækurnar hjá þessu félagi. Draumurinn klárast aldrei,“ sagði Williams.
,,Ég er 100 prósent einbeittur að leiknum, á að komast í úrslit og vinna. Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann.“
,,Ég er ótrúlega ánægður hérna og mér líður alltaf eins og ég sé mikilvægur. Þetta tímabil er tíu af tíu.“