Leikmaður Manchester United er á því máli að Lamine Yamal sé í dag besti fótboltamaður í heimi.
Yamal er á mála hjá Barcelona á Spáni en hann er 17 ára gamall og átti stórleik fyrir liðið í Meistaradeildinni í gær.
Yamal var frábær fyrir Barcelona í 3-3 jafntefli við Inter Milan og var að margra mati besti leikmaður vallarins.
,,Lamine Yamal er besti leikmaður heims,“ segir Alejandro Garnacho sem spilar með United á Englandi.
Yamal á allt að 20 ár eftir á sínum ferli og ljóst er að hann mun halda áfram að bæta sinn leik næstu árin.