Það eru margir sem muna eftir knattspyrnumanninum Hulk sem heitir réttu nafni Givanildo Vieira de Sousa.
Hulk er í dag á mála hjá Atletico Mineiro í Brasilíu og er 38 ára gamall og hefur raðað inn mörkum undanfarin fjögur ár.
Hulk spilaði lengi vel með Porto og Zenit í Evrópu áður en hann hélt til Kína og svo aftur til heimalandsins Brasilíu.
Þessi fyrrum brasilíski landsliðsmaður er nú búinn að skora fleiri mörk á ferlinum en stjórstjarnan sjálf, Neymar.
Hulk skoraði mikilvægt mark fyrir Atletico gegn Maringa á dögunum og hefur nú skorað 443 mörk fyrir landslið og félagslið.
Það er einu meira en Neymar sem er einnig að spila í heimalandinu en hann er á mála hjá Santos og er með 442 mörk hingað til.