Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest það að Ousmane Dembele sé að glíma við smávægileg meiðsli.
Þessi meiðsli koma á óheppilegum tíma en PSG spilaði við Arsenal á þriðjudag og vann 0-1 útisigur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Enrique segir að meiðslin séu ekki alvarleg en möguleiki er á að Dembele missi af seinni leiknum í París.
Það væri mikið áfall fyrir PSG en Dembele skoraði eina mark liðsins í sigrinum á Emirates.
Frakkinn hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu en hann fór af velli eftir 70 mínútur í leiknum.