fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433

Arsenal slátraði Real Madrid í London

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 20:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal valtaði yfir Evrópumeistara Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það var spilað í London og heimamenn voru betri í fyrri hálfleik. Það var þó markalaust eftir hann en í þeim seinni tóku Skytturnar öll völd.

Declan Rice kom þeim yfir eftir tæpan klukkutíma leik með frábæru kaspyrnumarki. Rúmum tíu mínútum síðar skoraði hann enn betra aukaspyrnumark og staðan orðin 2-0.

Þegar um stundarfjórðingur lifði leiks innsiglaði Mikel Merino 3-0 sigur Arsenal með smekklegri afgreiðslu. Verk að vinna fyrir Real Madrid á heimavelli eftir rúma viku.

Inter vann þá ansi sterkan sigur á Bayern Munchen á útivelli.

Lautaro Martinez kom þeim yfir á 38. mínútu en goðsögnin Thomas Muller jafnaði fyrir heimamenn á 85. mínútu.

Davide Frattesi skoraði svo sigurmark Inter á 88. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga