Arsenal er nú langólíklegasta liðið sem eftir er í Meistaradeildinni til að vinna keppnina samkvæmt ofurtölvunni góðu.
Þetta þarf ekki að koma á óvart, þar sem Skytturnar töpuðu fyrri leik sínum í undanúrslitunum gegn Paris Saint-Germain 0-1 á heimavelli í gær.
Telur tölvan að aðeins séu 12,7 prósent líkur á að Arsenal vinni keppnina en PSG er aftur á móti líklegasta liðið, með 42,6 prósent.
Í keppninni eru einnig Barcelona og Inter, sem mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitunum í kvöld.
Þess má geta að ofurtölvan telur að líkurnar á að Arsenal snúi einvíginu gegn PSG við séu 23,3 prósent.