James Maddison segir hann og aðra leikmenn Tottenham standa þétt við bakið á Ange Postecoglou, stjóra liðsins.
Tottenham hefur átt skelfilegt tímabil og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið getur þó að einhverju leyti bjargað tímabilinu með því að sigra Evrópudeildina, þar sem það er komið í undanúrslit og mætir norska liðinu Bodo/Glimt á morgun.
Mikill hiti er á Postecoglou og er talið að dagar hans sem stjóri Tottenham verði taldir eftir tímabilið, sama hvernig fer í Evrópudeildinni.
„Við stöndum þétt við bakið á honum. Hann er frábær maður. Hann yrði sá fyrsti til að segja að við höfum verið ömurlegir í deildinni. Þetta er minn stjóri og ég ber mikla virðingu fyrir honum,“ segir Maddison.