Telegraph segir frá þessu og að félög í Sádi-Arabíu hafi áhuga á báðum leikmönnum.
Martinez er að eiga fremur slakt tímabil, en hann skaust hratt upp stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum.
Þá er Bailey kominn í minna hlutverk hjá Villa og má því fara fyrir rétta uppæð í sumar.
Villa er þá að passa sig á að halda sig á réttu hlið fjárhagsreglna og gæti því komið sér vel að selja Martinez og Bailey til Sádí, þar sem er nóg til af peningum.
Enska félagið hefur þegar selt Jhon Duran til Sádí á þessari leiktíð og þá fór Moussa Diaby þangað síðasta sumar.