Það er skjálfti á Sky Sports News stöðinni þar sem búist er við að margir verði reknir á næstu dögum.
Boðaðar hafa verið miklar breytingar á stöðinni sem hefur í gegnum árin notið mikilla vinsælda.
Sky er að fara í gegnum miklar breytingar en verið er að taka til í rekstri samsteypunnar.
Sky Sports News hefur aðeins misst kraft sinn með komu samfélagsmiðla þar sem fréttirnar koma sí og æ og ekki þarf að vinna þær mjög lengi.
Nokkrir af þeim sem hafa verið mest á skjánum hjá Sky Sports News óttast það nú að missa starfið en búist er við fréttum á næstu dögum.