Liam Delap, framherji Ipswich, gæti valið að fara til Þýskalands frekar en til Manchester United.
Delap hefur verið orðaður við stærri lið, en Ipswich er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Orðrómar um United hafa verið einna háværastir en einnig er kappinn orðaður við Chelsea og Newcastle.
Samkvæmt nýjustu fréttum vilja þýsku stórliðin Bayer Leverkusen og RB Leipzig hins vegar einnig fá Delap og ku hann vera spenntur fyrir því að spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Leverkusen verður í Meistaradeildinni en Leipzig berst nú um sæti í sömu keppni.
Delap mun taka ákvörðun í sumar, en svo gæti farið að United nái Meistaradeildarsæti þrátt fyrir ömurlegt tímabil heima fyrir. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Sigur í þeirri keppnir veitir aðgang að Meistaradeildinni.
Delap hefur skorað 12 mörk í fremur slöku liði Ipswich í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Er hann fáanlegur fyrir aðeins 30 milljónir punda í sumar vegna klásúlu í samningi hans.