Chelsea hefur ekki haft auglýsingar á treyju sinni í vetur en hefur nú samið við Damac um að vera á treyjunum síðustu sjö leiki tímabilsins.
Samningurinn vekur athygli og stefnir í að Chelsea verði með þrjár auglýsingar á búningum sínum næstu mánuði.
Chelsea leitar að aðila til að vera á treyjunum á HM félagsliða sem hefst í júní. Þá er félagið að leita að fyrirtæki til lengri tíma.
Damac er að byggja íbúðir í Mið-Austurlöndum sem eru fyrir sterk efnað fólk og vilja koma sér á framfæri.
Todd Boehly og eigendur Chelsea hafa ekki náð að fá fyrirtæki til að gera samninga til lengri tíma.