Chelsea var í kvöld krýndur enskur meistari þó enn sé tveimur umferðum ólokið í Ofurdeildinni.
Chelsea vann 0-1 sigur á Manchester United með marki Lucy Bronze, en fyrr í kvöld steinlá Arsenal 5-2 gegn Aston Villa.
Chelsea er því með 9 stiga forskot eftir úrslit kvöldsins og engin leið fyrir Arsenal að ná þeim.
Þetta er sjötti Englandsmeistaratitill Chelsea í röð, en liðið hefur haft mikla yfirburði undanfarin ár. Var þetta jafnframt níundi titillinn á ellefu árum.