Paris Saint-Germain vann ansi sterkan útisigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og kom Ousmane Dembele þeim yfir á 4. mínútu.
Lið Arsenal vaknaði aðeins til lífsins þegar leið á fyrri hálfleik og kom Mikel Merino boltanum í netið snemma í þeim seinni. Var markið þó dæmt af vegna rangstöðu.
Meira var ekki skorað í leiknum og sanngjarn 0-1 sigur PSG staðreynd, en Arsenal komst aldrei almennilega í takt við leikinn og hefði sigur Frakkanna getað orðið stærri miðað við færin í restina.
Seinni leikurinn fer fram í París á miðvikudaginn í næstu viku og er verk að vinna fyrir Arsenal.