fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433Sport

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot stjóri Liverpool boðar það að félagið verði mjög virkt á markaðnum í sumar og muni kaupa nokkra öfluga leikmenn.

Trent Alexandar-Arnold er á förum og heldur á frjálsri sölu til Real Madrid. Félagið hefur samið við Mo Salah og Virgil van Dijk sem verða áfram.

Búist er við að Slot reyni að kaupa sóknarmann og er búist við að félagið reyni að selja bæði Diogo Jota og Darwin Nunez. Þá er búist við liðsstyrk í vörnina og miðsvæðið.

„Við munum búa til mjög sterkt lið í sumar,“ sagði Slot og sagði að það yrði mikið að gera hjá félaginu í sumar.

Slot er að klára ensku deildina á sínu fyrsta tímabili og virðist ætla sér nú að smíða öflugt lið til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fædd árið 2010 en skoraði í sigri Þórs/KA – Valur tapaði stigum

Besta deild kvenna: Fædd árið 2010 en skoraði í sigri Þórs/KA – Valur tapaði stigum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Féll af elleftu hæð og lést

Féll af elleftu hæð og lést
433Sport
Í gær

Stórra frétta að vænta af Ronaldo

Stórra frétta að vænta af Ronaldo
433Sport
Í gær

Ákvörðunin þungt högg í maga Liverpool

Ákvörðunin þungt högg í maga Liverpool