fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Víðir bendir á hvað tekur við hjá landsliðinu og kveðst ekki spenntur – „Því hefur Arnar fengið að kynnast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. mars 2025 11:30

Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Frakkar bætast í undanriðil Íslands, Úkraínu og Aserbaídsjan fyrir HM á næsta ári. Þetta varð ljóst þegar liðið lagði Króatíu í vikunni.

Víðir Sigurðsson, blaðamaðurinn þaulreyndi á Morgunblaðinu, ritar bakvörð í blað dagsins þar sem hann kveðst ekki spenntur fyrir komandi verkefni gegn heimsklassaliði Frakka, í ljósi þess hvernig fór fyrir íslenska liðinu gegn Kósóvó á dögunum.

Ísland tapaði 3-1 gegn Kósóvó á sunnudag, samanlagt 5-2 og féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Um fyrstu leiki Arnars Gunnlaugssonar sem landsliðsþjálfara var að ræða og óhætt að segja að liðið hafi ekki heillað.

„Eft­ir að hafa horft á ís­lenska landsliðið fá á sig fimm mörk í tveim­ur leikj­um gegn Kó­sovó er það ekki bein­lín­is til­hlökk­un­ar­efni að sjá það glíma við Kyli­an Mbappé og hans fé­laga í sept­em­ber og októ­ber,“ skrifar Víðir meðal annars í pistli sínum.

Víðir segir að nú þurfi Arnar að fá hlutina til að smella á skömmum tíma. Ísland spilar æfingaleiki gegn Skotum og Norður-Írum í júní og svo tekur undankeppnin við í september.

„Arn­ar Gunn­laugs­son á held­ur bet­ur krefj­andi verk­efni fyr­ir hönd­um við að móta gott lið fyr­ir undan­keppn­ina í haust, þar sem von­ast er eft­ir því að Ísland berj­ist við Úkraínu um annað sæti riðils­ins og fari þar með í um­spil um sæti á HM.

Landslið fær lítinn sem engan tíma til undirbúnings fyrir leiki. Að þjálfa landslið er allt annar veruleiki en að þjálfa félagslið og hitta leikmennina daglega. Því hefur Arnar fengið að kynnast. Segja má að leikirnir við Kósovó hafi verið einu leikirnir sem Arnar fær til að vinna með leikmönnunum og átta sig á stöðunni. Í júní þarf allt að smella saman.“

Bakvörð Víðis í heild má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota