fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Arnar eftir leikinn í kvöld: ,,Erfitt að horfa á þetta“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. mars 2025 19:28

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, var súr á svip er hann ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik okkar manna við Kósovó.

Ísland er á leið í C deildina eftir 3-1 tap í kvöld en eftir tvær viðureignir töpuðu strákarnir 5-2.

Ísland komst yfir í kvöld með marki frá Orra Steini Óskarssyni en Kósovó bætti við þremur mörkum og vann að lokum nokkuð sannfærandi sigur.

,,Tilfinningarnar eru slæmar, þær eru slæmar. Betra liðið vann í þessu einvígi og það eru engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik en það var meira hjarta og líf í seinni hálfleik,“ sagði Arnar.

,,Það var erfitt að horfa á þetta í fyrri hálfleik, við vorum undir í öllu og þeir voru ‘sharp.’ Þeir voru hungraðir í seinni boltana og fóru í návígin af meiri krafti. Þetta var gríðarlega svekkjandi.“

Arnar var svo spurður út í uppstillinguna í kvöld en hún kom þónokkrum á óvart.

,,Mig langaði að sjá þessa stráka spila mismunandi stöður og þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú spilar stöðu sem þú ert ekki vanur að spila, hvað þú ert tilbúinn að læra þegar þér er hent út i djúpu laugina.“

,,Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er búinn að hugsa um þetta kerfi í fimm eða sex ár og ég reyni að útskýra þetta fyrir strákunum á nokkrum fundum. Það sást smá hvernig ég vildi spila í framtíðinni en ekki nógu oft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða
433Sport
Í gær

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“