fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Arnar hrósar Strákunum okkar – „Þetta er núllpunktur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 08:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er ánægður með fyrstu dagana með hópnum fyrir komandi leiki gegn Kósóvó í Þjóðadeildinni.

Ísland mætir Kósóvó á morgun í fyrri leik liðanna í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Seinni leikurinn, eiginlegur heimaleikur Íslands, fer fram á sunnudag á Spáni.

Um verður að ræða fyrstu leiki Arnars sem þjálfari Íslands og hefur hann sagt frá því að miklar áherslubreytingar verði á liðinu undir hans stjórn.

„Ég er búinn að vera mjög ánægður með þessa 2-3 daga sem við höfum haft saman. Það er búið að vera mikið af upplýsingum og strákarnir búnir að vera frábærir. Það hafa verið góðir fundir og æfingar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi um undanfarna daga.

„Þetta er núllpunktur. Við erum að hefja nýja vegferð og reyna að gera nýja hluti, auk þess að reyna að halda í það sem var gert vel í gamla daga. Mun þetta taka tíma? Að sjálfsögðu. Ég er samt mjög meðvitaður um að við þurfum að ná í úrslit og halda okkur í B-deildinni.“

Orri Steinn Óskarsson, sem Arnar valdi sem nýjan landsliðsfyrirliða á dögunum var með honum á fundinum og tók undir að vel hafi gengið að aðlaga sig að áherslum Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu
433Sport
Í gær

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár