fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Arnar hrósar Strákunum okkar – „Þetta er núllpunktur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 08:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er ánægður með fyrstu dagana með hópnum fyrir komandi leiki gegn Kósóvó í Þjóðadeildinni.

Ísland mætir Kósóvó á morgun í fyrri leik liðanna í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Seinni leikurinn, eiginlegur heimaleikur Íslands, fer fram á sunnudag á Spáni.

Um verður að ræða fyrstu leiki Arnars sem þjálfari Íslands og hefur hann sagt frá því að miklar áherslubreytingar verði á liðinu undir hans stjórn.

„Ég er búinn að vera mjög ánægður með þessa 2-3 daga sem við höfum haft saman. Það er búið að vera mikið af upplýsingum og strákarnir búnir að vera frábærir. Það hafa verið góðir fundir og æfingar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi um undanfarna daga.

„Þetta er núllpunktur. Við erum að hefja nýja vegferð og reyna að gera nýja hluti, auk þess að reyna að halda í það sem var gert vel í gamla daga. Mun þetta taka tíma? Að sjálfsögðu. Ég er samt mjög meðvitaður um að við þurfum að ná í úrslit og halda okkur í B-deildinni.“

Orri Steinn Óskarsson, sem Arnar valdi sem nýjan landsliðsfyrirliða á dögunum var með honum á fundinum og tók undir að vel hafi gengið að aðlaga sig að áherslum Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota