fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hjörvar segir ummæli Arnars í gær vera „bullshit“

433
Fimmtudaginn 13. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football er ekki sammála því sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hélt fram í gær að það skipti ekki máli hvort markmenn væru að spila eða ekki.

Umræðan snýst um það að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður liðsins spilar lítið sem ekkert hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Arnar er ekki á því að markvörður verði að spila til að vera í sínu besta formi.

„Mér fannst eitt áhugavert, hann var að ræða við Elvar á Fótbolta.net í gær og ræddi að fyrir markmenn skipti það ekki öllu máli að spila ekki allar helgar. Þeir fengu jafn mikið út úr æfingum og leikjum, ég ætla að kalla bullshit,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi, Hjörvar.

Getty Images

Hann segir takt fyrir markmann vera allt og ekkert komi í staðin fyrir leik. „Ég hef staðið í marki og veit hvernig þetta virkar, taktur skiptir öllu. Það er ekki skotið á þig í leik kannski fyrir en á 18 mínútu, þegar þú ert búin að spila hverja helgi er það ekkert mál. Fyrirgjafir í leikjum er allt öðruvísi á æfingum, það er ekkert undir á æfingum.“

„Taktur skiptir öllu máli í markinu, það verður áhugavert að sjá hvort hann velji Hákon eða Elías. Ég bakka það bæði upp.“

Landsliðið kemur saman á Spáni á mánudag og mætir Kosóvó í tveimur áhugaverðum leikjum í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire