fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar segir ummæli Arnars í gær vera „bullshit“

433
Fimmtudaginn 13. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football er ekki sammála því sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hélt fram í gær að það skipti ekki máli hvort markmenn væru að spila eða ekki.

Umræðan snýst um það að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður liðsins spilar lítið sem ekkert hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Arnar er ekki á því að markvörður verði að spila til að vera í sínu besta formi.

„Mér fannst eitt áhugavert, hann var að ræða við Elvar á Fótbolta.net í gær og ræddi að fyrir markmenn skipti það ekki öllu máli að spila ekki allar helgar. Þeir fengu jafn mikið út úr æfingum og leikjum, ég ætla að kalla bullshit,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi, Hjörvar.

Getty Images

Hann segir takt fyrir markmann vera allt og ekkert komi í staðin fyrir leik. „Ég hef staðið í marki og veit hvernig þetta virkar, taktur skiptir öllu. Það er ekki skotið á þig í leik kannski fyrir en á 18 mínútu, þegar þú ert búin að spila hverja helgi er það ekkert mál. Fyrirgjafir í leikjum er allt öðruvísi á æfingum, það er ekkert undir á æfingum.“

„Taktur skiptir öllu máli í markinu, það verður áhugavert að sjá hvort hann velji Hákon eða Elías. Ég bakka það bæði upp.“

Landsliðið kemur saman á Spáni á mánudag og mætir Kosóvó í tveimur áhugaverðum leikjum í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford
433Sport
Í gær

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val
433Sport
Í gær

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið