fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hjörvar segir ummæli Arnars í gær vera „bullshit“

433
Fimmtudaginn 13. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football er ekki sammála því sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hélt fram í gær að það skipti ekki máli hvort markmenn væru að spila eða ekki.

Umræðan snýst um það að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður liðsins spilar lítið sem ekkert hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Arnar er ekki á því að markvörður verði að spila til að vera í sínu besta formi.

„Mér fannst eitt áhugavert, hann var að ræða við Elvar á Fótbolta.net í gær og ræddi að fyrir markmenn skipti það ekki öllu máli að spila ekki allar helgar. Þeir fengu jafn mikið út úr æfingum og leikjum, ég ætla að kalla bullshit,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi, Hjörvar.

Getty Images

Hann segir takt fyrir markmann vera allt og ekkert komi í staðin fyrir leik. „Ég hef staðið í marki og veit hvernig þetta virkar, taktur skiptir öllu. Það er ekki skotið á þig í leik kannski fyrir en á 18 mínútu, þegar þú ert búin að spila hverja helgi er það ekkert mál. Fyrirgjafir í leikjum er allt öðruvísi á æfingum, það er ekkert undir á æfingum.“

„Taktur skiptir öllu máli í markinu, það verður áhugavert að sjá hvort hann velji Hákon eða Elías. Ég bakka það bæði upp.“

Landsliðið kemur saman á Spáni á mánudag og mætir Kosóvó í tveimur áhugaverðum leikjum í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“